Mirallas til Everton

Mirallas í vináttulandsleik gegn Hollandi í vikunni.
Mirallas í vináttulandsleik gegn Hollandi í vikunni. AFP

Belgíski landsliðsmaðurinn Kevin Mirallas mun gangast undir læknisskoðun um helgina hjá Everton sem hefur samið um að kaupa hann frá gríska félaginu Olympiakos fyrir sex milljónir punda samkvæmt heimildum Sky Sports.

Mirallas er 24 ára gamall sóknarmaður og skoraði 20 mörk í grísku deildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is