Ferguson: Nani dýfir sér ekki

Nani er leikmaður Manchester United.
Nani er leikmaður Manchester United. AFP

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það séu sérstaklega erlendir leikmenn sem stundi þann ósið að kasta sér niður og reyna að fiska vítaspyrnur, en sinn maður, portúgalski kantmaðurinn Nani, sé ekki í þeim hópi.

Ferguson sagði þetta þegar hann var spurður út í þau orð Sergio Agüero, framherja Manchester City, að enskir leikmenn fái betri meðhöndlun en erlendir hjá dómurum í úrvalsdeildinni.

Nani var gagnrýndur fyrir dýfingar í leik United gegn Tottenham á laugardaginn. „Það borgar sig ekki að standa í þessum dýfingum. Við vitum að margir leikmenn hafa stundað þetta undanfarin ár og ég verð að segja að það eru sérstaklega útlendingarnir. Nani er hinsvegar ekki sú manngerð. Hann hefur aldrei verið það," sagði Ferguson við BBC.

mbl.is