Wenger: Mark Zlatans ekki fyrir meðalmanninn

Wenger fannst markið töluvert flottara en Drillo.
Wenger fannst markið töluvert flottara en Drillo. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að aðeins framúrskandi íþróttamenn geti skorað mörk á borð við hið ótrúlega mark sem Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði gegn Englandi á miðvikudaginn.

„Ég held við séum öll dolfallin,“ segir Frakkinn á heimasíðu Arsenal en Zlatan fór á kostum í leiknum og skoraði fjögur mörk.

„Stundum þegar leikmaður þrumar boltanum í samskeytin af 30 metra færi segja menn að það sé frábært mark. En einhvernveginn heldur maður að maður sjálfur geti skorað þannig mark, þó ekki reglulega.“

„En svona mark skorar ekki hvaða meðalíþróttamaður sem er. Þú þarft að vera framúrskandi íþróttamaður til að skora svona mark,“ segir Arsene Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina