Valencia frá næstu vikurnar

Antonio Valencia er meiddur.
Antonio Valencia er meiddur. AFP

Antonio Valencia, kantmaður Manchester United, verður ekki með gegn Manchester City á sunnudaginn og missir líklega af þeim leikjum sem United á eftir á þessu ári.

Alex Ferguson knattspyrnustjóri skýrði frá þessu á fréttamannafundi sem nú stendur yfir, og ennfremur að bæði Nemanja Vidic og Shinji Kagawa væru endanlega úr leik fyrir leikinn á sunnudag. Þeir yrðu væntanlega í staðinn leikfærir í næsta leik á eftir, gegn Sunderland, en báðir eru að jafna sig af meiðslum.

Tom Cleverley fer í frekari skoðun í dag vegna meiðsla á kálfa sem hann varð fyrir í leiknum við Cluj í fyrrakvöld en ólíklegt er að hann verði leikfær gegn City.

mbl.is

Bloggað um fréttina