Cole í læknisskoðun hjá West Ham

Joe Cole fagnar marki fyrir Liverpool.
Joe Cole fagnar marki fyrir Liverpool. AFP

Allt bendir til þess að Joe Cole, leikmaður Liverpool, sé á leiðinni til síns uppeldisfélags, West Ham, en hann er farinn þangað í læknisskoðun í kjölfar þess að Liverpool samþykkti tilboð Lundúnaliðsins í hann.

Cole, sem er 31 árs, var í röðum West Ham frá 13 ára aldri og þar til Chelsea keypti hann þaðan 22 ára gamlan árið 2003. Hann lék með Chelsea í sjö ár en með Liverpool frá 2010, og þá var hann í láni hjá Lille í Frakklandi síðasta vetur.

mbl.is