Wolves fær varnarmann frá Liverpool

Jack Robinson.
Jack Robinson. Ljósmynd/liverpoolfc.com

Enska B-deildarliðið Wolves hefur fengið vinstri bakvörðinn Jack Robinson að láni frá Liverpool út yfirstandandi keppnistímabil. Hann verður því liðsfélagi Björns Bergmann Sigurðarsonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar fram í maí.

Robinson er 19 ára gamall. Hann varð yngsti leikmaður Liverpool til að spila úrvalsdeildarleik þegar hann lék gegn Hull árið 2010.

mbl.is