Leikmannakapall með Ibrahimovic og Rooney

Mun Zlatan Ibrahimovic aðeins staldra við í París í einn …
Mun Zlatan Ibrahimovic aðeins staldra við í París í einn vetur? AFP

Samkvæmt frétt í Daily Mirror gæti leikmannakapall verið í uppsiglingu í sumar þar sem Svíinn Zlatan Ibrahimovic og Englendingurinn Wayne Rooney myndu báðir skipta um félag.

Ibrahimovic er sagður vera fremur leiður á lífinu í París en þar er hann á sínu fyrsta tímabili. Hann er orðaður við Bayern Munchen og er þýska liðið talið vera tilbúið að eyða 20 milljónum punda í kaupin. Svíinn lýsti nýlega yfir aðdáun sinna á Bayern en hins vegar mun hans gamli þjálfari Pep Guardiola taka við Bayern í sumar en Ibrahimovic gagnrýndi hann í ævisögu sinni.

Hinir stórefnuðu eigendur PSG hafa áhuga á því að fá Wayne Rooney í sínar raðir og þá sérstaklega ef þeim tekst ekki að halda Ibrahimovic. Verðmiðinn á Rooney mun vera í kringum 35 milljónir punda. Sir Alex Ferguson segist þó vilja halda Rooney hjá félaginu og sögusagnir um að hann sé á förum séu ekki á rökum reistar.

The Sun hefur greint frá því að framherjinn Robert Lewandowski sé spenntur fyrir því að fara frá Dortmund til Manchester United. Pólverjinn hefur gefið það út að  hann vilji reyna sig annars staðar. Bayern Munchen hefur áhuga en ekki er víst að forráðamenn Dortmund séu hrifnir af þeim kaupanda.

Dortmund hefur augastað á Edin Dzeko hjá Manchester City með það fyrir augum að leysa Lewandowski af hólmi. 

Getur þessi kapall gengið upp?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert