Real búið að semja við Liverpool um Suárez?

Luis Suárez er stöðugt í fréttunum.
Luis Suárez er stöðugt í fréttunum. AFP

Netútgáfa spænska íþróttadagblaðsins Marca fullyrðir í dag að Real Madrid hafi þegar samið við Liverpool um kaup á úrúgvæska knattspyrnumanninum Luis Suárez.

Umboðsmaður Suárez sagði við Sky Sports fyrr í dag að leikmaðurinn færi hvergi og yrði áfram í röðum Liverpool á næsta tímabili.

Marca segir hinsvegar að Real hafi samið við Liverpool og greiði enska félaginu 40 milljónir punda fyrir hann. Suárez muni skrifa undir fjögurra ára samning og fá talsverða kauphækkun.

mbl.is