Fellaini færist nær Manchester United

Marouane Fellaini.
Marouane Fellaini. AFP

Belginn Marouane Fellaini, miðjumaðurinn sterki í liði Everton, færist nær Englandsmeisturum Manchester United.

Sky hefur heimildir fyrir því að viðræður á milli Manchester United og Everton um kaupin sé vel á veg komnar. Reiknað er með því að Fellaini leiki með Everton á móti Cardiff á morgun en forráðamenn Manchester United eru sagðir vongóðir um að Belginn hárprúði skrifi undir samning við félagið áður en félagaskiptaglugganum verður lokað á mánudaginn.

Þá er Manchester United einnig á höttunum eftir vinstri bakverðinum Leighton Baines sem hefur verið besti leikmaður Everton síðustu árin.

mbl.is

Bloggað um fréttina