Sigurmark Jóhanns og sigur hjá Tottenham

Jermain Defoe skorar annað marka sinna fyrir Tottenham í kvöld.
Jermain Defoe skorar annað marka sinna fyrir Tottenham í kvöld. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson tryggði AZ Alkmaar góðan útisigur í Evrópudeild UEFA í kvöld og Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann með Tottenham í öruggum sigri Lundúnaliðsins á heimavelli.

Jóhann skoraði sigurmarkið þegar AZ sótti Maccabi Haifa heim til Ísraels í kvöld en hann skoraði sigurmark hollenska liðsins á 71. mínútu. Jóhann og Aron Jóhannsson léku allan tímann með AZ.

Gylfi og félagar í Tottenham voru ekki í vandræðum með að vinna norska liðið Tromsö 3:0 á White Hart Lane. Jermain Defoe skoraði tvö mörk um miðjan fyrri hálfleik, á 21. og 29. mínútu, og Gylfi átti þátt í seinna markinu sem kom eftir gott spil. Daninn Christian Eriksen kom inná sem varamaður um miðjan síðari hálfleik og hann innsiglaði sigurinn með fallegu marki á 86. mínútu.

Úrslitin í seinni leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni:

G-riðill:
Dynamo Kiev - Genk 0:1
Thun - Rapid Vín 1:0

H-riðill:
Estoril - Sevilla 1:2
Freiburg - Liberec 2:2

I-riðill:
Real Betis - Lyon 0:0
Vitoria Guimaraes - Rijeka 4:0

J-riðill:
Apollon Limassol - Trabzonspor 1:2
Lazio - Legia Varsjá 1:0

K-riðill:
Sheriff - Anzhi Makhachkala 0:0
Tottenham - Tromsö 3:0

L-riðill:
Maccabi Haifa - AZ Alkmaar 0:1
PAOK Saloniki - Shakhter Karagandy 2:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert