Touré: Man. United í vandræðum

Touré finnst Liverpool líklegra til árangurs en United.
Touré finnst Liverpool líklegra til árangurs en United. AFP

Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, bendir á það augljósa í viðtali við götublaðið The Sun í dag þegar hann segir nágrannana í Manchester United eiga í erfiðleikum með að verja Englandsmeistaratitil sinn.

Undir stjórn Davids Moyes situr United í 8. sæti úrvalsdeildarinnar með 14 stig, átta stigum frá toppliði Arsenal og er nú þegar búið að tapa þremur heimaleikjum, þar af einum heimaleik gegn WBA.

„Það verður erfitt fyrir United að verja titilinn þar sem það er með nýjan stjóra og liðið á í töluverðum vandræðum,“ segir Touré sem lítur á Liverpool sem andstæðing í titilbaráttunni.

„Liverpool er hættulegt þessa stundina því það er með sterkan hóp og framherjarnir, Luis Suárez og Daniel Sturridge, skora að vild,“ segir Yaya Touré.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert