Mata orðinn leikmaður Manchester United

Juan Mata ásamt David Moyes, stjóra United.
Juan Mata ásamt David Moyes, stjóra United. Ljósmynd/manutd.com

Manchester United greindi frá því í kvöld að Spánverjinn Juan Mata hafi skrifað undir samning við félagið. United greiðir 37,1 milljón punda fyrir leikmanninn og er hann dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi.

„Ég er mjög spenntur yfir því að vera kominn til Manchester United. Ég hef átt mjög góð ár hjá Chelsea en nú er kominn tími fyrir nýja áskorun. United er fullkomið félag fyrir mig og það er er ánægjulegt að vera orðinn leikmaður félagsins,“ segir Mata á vef Manchester United.

Mata er 25 ára gamall sem hefur leikið 32 leiki með spænska landsliðinu. Hann lék 135 leiki fyrir Chelsea og skoraði í þeim 32 mörk en hann kom til félagsins frá Valencia árið 2011.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert