Fulham sagt hafa boðið 1,6 milljarða í Alfreð

Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi …
Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi og er afar eftirsóttur en virðist ætla að klára tímabilið með liðinu. mbl.is/Ómar

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham freistaði þess að fá landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason frá Heerenveen en hollenska félagið hafnaði tilboði upp á 10 milljónir evra, jafnvirði 1,6 milljarða króna.

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem sagði að fréttastofan hefði heimildir fyrir þessu. Eftir að Heerenveen hafnaði tilboðinu mun Fulham hafa ákveðið að fá Kostas Mitroglou frá Olympiacos en félagið er sagt hafa greitt 12 milljónir punda, jafnvirði 2,3 milljarða króna, fyrir Grikkjann.

mbl.is