Rodgers: Engin pressa á okkur

Brendan Rodgers hefur gert frábæra hluti með Liverpool á leiktíðinni.
Brendan Rodgers hefur gert frábæra hluti með Liverpool á leiktíðinni. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, gefur lítið fyrir ummæli Tims Sherwoods, stjóra Totttenham, þess efnis að Liverpool-menn gætu lent í vandræðum með að höndla pressuna sem fylgi því að berjast um Englandsmeistaratitilinn.

Liverpool og Tottenham mætast á Anfield á sunnudaginn og Sherwood vonast til að pressan fari að segja til sín hjá þeim rauðklæddu sem hafa unnið sjö leiki í röð.

„Það bjóst enginnn við því að við yrðum þar sem við erum núna svo það er alls engin pressa á okkur. Ég held reyndar að lið á borð við Tottenham hafi aftur á móti búist við að berjast um titilinn á þessari leiktíð,“ sagði Rodgers.

„Ef maður eyðir 100 milljónum punda þá búast menn líklega við því að geta barist um titilinn. Mér fannst við sýna það gegn Sunderland í vikunni að það væri engin pressa. Við sýndum að við getum unnið með ólíkum hætti og sáum til þess að úrslitin yrðu með réttum hætti, svo það er svo sannarlega engin pressa á okkur,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert