Rafael fer meiddur heim

Rafael fór meiddur heim úr æfingaferð Man Utd.
Rafael fór meiddur heim úr æfingaferð Man Utd. AFP

Bakvörðurinn Rafael hjá Manchester United er á leið aftur til Englands úr æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum eftir að hafa meiðst á nára.

Rafael fann fyrir meiðslunum á æfingu í Denver á föstudag og var ekki með í 3:2-sigrinum á Roma í æfingaleik. Í hans stað fór Antonio Valencia í bakvörðinn í þeim leik, en óvíst er hvort Rafael verði klár í slaginn fyrir fyrsta deildarleikinn gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea hinn 16. ágúst.

„Þar sem hann var ólíklegur til að geta tekið þátt í síðustu leikjunum í ferðinni ákváðum við að senda hann aftur til baka og fá meðhöndlun og vonandi verður hann klár í slaginn fyrir deildina,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is