Arsenal kom til baka og sótti stig

Aaron Ramsey skorar fyrra mark Arsenal í dag.
Aaron Ramsey skorar fyrra mark Arsenal í dag. AFP

Everton og Arsenal skildu jöfn, 2:2 á Goodison Park í Liverpool í dag eftir að Everton hafði komist í 2:0. Seamus Coleman kom Everton yfir á 19. mínútu með laglegu marki með skalla eftir fallega fyrirgjöf frá Gareth Barry, og Steven Naismith bætti við öðru marki á 45. mínútu. Margir voru þó á því að Naismith hefði verið rangstæður og markið hefði aldrei átt að standa.

Arsene Wenger tók Alexis Sánchez af velli í hálfleik og setti Oliver Giroud inn á í hans stað, sem átti eftir að reynast drjúgur. Aaron Ramsey minnkaði muninn í 2:1 fyrir Arsenal á 83. mínútu og það svo á lokamínútu leiksins sem varamaðurinn Giroud jafnaði metin í 2:2 og tryggði Arsenal jafntefli.

mbl.is

Bloggað um fréttina