Liverpool datt í lukkupottinn

Leikmenn Liverpool.
Leikmenn Liverpool. AFP

Liverpool datt í lukkupottinn þegar dregið var í átta liða úrslitunum í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld.

Liverpool mætir Bournemouth á útivelli en það er þó kannski sýnd veiði en ekki gefin. Bournemouth hefur verið á mikilli siglingu í B-deildinni að undanförnu, burstaði m.a. Birmingham 8:0 á útivelli um síðustu helgi og sló WBA út úr deildabikarnum í gærkvöld. Bournemouth er í fjórða sæti B-deildar og hefur aldrei í sögunni verið ofar í deildakeppninni.

Topplið tveggja efstu deildanna, Derby og Chelsea, drógust saman en Southampton mætir eina C-deildarliðinu sem eftir er í keppninni, Sheffield United. Þá fékk Tottenham heimaleik gegn Newcastle.

Liðin sem mætast eru semsagt þessi:

Derby - Chelsea
Tottenham - Newcastle
Bournemouth - Liverpool
Sheffield United - Southampton

mbl.is