Rauða spjaldið fellt niður

Wayne Routledge í leik með Swansea.
Wayne Routledge í leik með Swansea. AFP

Wayne Routledge, kantmaður Swansea City, getur leikið með liðinu gegn Tranmere í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á morgun þrátt fyrir að hann hefði verið rekinn af velli í leiknum gegn QPR í úrvalsdeildinni í gær.

Swansea áfrýjaði spjaldinu og enska knattspyrnusambandið úrskurðaði í dag að það skyldi vera fellt niður og hann þyrfti ekki að taka út þriggja leikja bann eins og vofði yfir honum.

Anthony Taylor dómari sýnd Routledge rauða spjaldið undir lok leiksins þegar hann brást illa við broti hjá Karl Henry, leikmanni QPR, sem fékk gula spjaldið. Swansea var 1:0 undir þegar atvikið átti sér stað en samt náði Wilfried Bony að jafna metin og tryggja liðinu stig.

Þetta er í annað sinn í vetur sem Swansea fær rautt spjald fellt niður. Það gerðist einnig eftir að Federico Fernández var rekinn af velli í leik gegn Liverpool í deildabikarnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina