Everton niðurlægði United

Wayne Rooney lætur Chris Smalling heyra það eftir að Everton …
Wayne Rooney lætur Chris Smalling heyra það eftir að Everton skoraði sitt annað mark í dag. AFP

Everton gerði sér lítið fyrir og niðurlægði Manchester United, 3:0, í hádegisleik dagsins. James McCarthy, John Stones og Kevin Mirallas sáu um markaskorun þeirra bláklæddu.

Lærisveinar Roberto Martinez í Everton voru afar vel skipulagðir varnarlega og beittu ógnarhröðum skyndisóknum á gesti sína. Manchester United var mun meira með boltann í leiknum en gekk illa að finna glufur á varnarmúr heimamanna.

Manchester United er enn í fjórða sæti deildarinnar með 65 stig meðan Everton siglir lygnan sjó í 10. sæti með 44 stig.

Fylgst var með gangi leiksins hér á mbl.is.

Byrjunarlið Everton: Howard; Coleman, Stones, Jagielka, Baines, McCarthy, Barry, Barkley, Osman, Lennon, Lukaku.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea; Shaw, Smalling, McNair, Valencia, Blind, Young, Herrera, Fellaini, Mata, Rooney

90. Staðan er 3:0. Leikurinn búinn!

87. Staðan er 3:0. Van Persie fær sínar fyrstu mínútur eftir löng meiðsli. Kemur inn á fyrir Rooney.

85. Staðan er 3:0. Mirallas með hörkuskot sem De Gea ver. Everton líklegri til að skora, ef eitthvað er.

73. Staðan er 3:0. MARK! Varamaðurinn Mirallas kemst einn í gegn og rennur honum framhjá De Gea. Varnarlegur gestanna til háborinnar skammar.

63. Staðan er 2:0. Rólegt yfir leiknum. Angel Di María kemur inn á fyrir Juan Mata.

52. Staðan er 2:0. Varnarmúr heimamanna stendur af sér máttleysislegar tilraunir gestanna hvað eftir annað. Mun United ná að brjóta niður múrinn?

47. Staðan er 2:0. United-menn byrja hálfleikinn af krafti. Rooney fær fínt færi eftir hornspyrnu en Howard gerði vel.

46. Staðan er 2:0. Síðari hálfleikur hafinn. Falcao er kominn inn á fyrir Fellaini, sem var búinn að næla sér í gult spjald.

45. Staðan er 2:0. Hálfleikur.

40. Staðan er 2:0. Falcao sendur að hita upp.

35. Staðan er 2:0. MARK! Heimamenn komnir í 2:0. Stones skorar með skalla eftir hornspyrnu. Frábærlega gert. Leikplan heimamanna gengur eins og í sögu. Hvað gerir van Gaal? 

26. Staðan er 1:0. Lukaku með fínt skot fyrir utan teig en beint á De Gea. Leikurinn hefur róast töluvert. United-menn halda boltanum en Everton verst vel.

20. Staðan er 1:0. United-menn halda áfram að fá fín færi. Mata tekur aukaspyrnu hægra megin fyrir utan teig og gefur fína sendingu á kollinn á Smalling. Skalli Smalling endar í fanginu á Howard.

15. Staðan er 1:0. Manchester United með fína spilamennsku upp vinstri vænginn og koma Blind í ágætis skotfæri. Skotið verður þó seint talið minnisstætt.

11. Staðan er 1:0. Fyrsta gula spjaldið á loft. Fellaini brýtur klaufalega á Barkley á miðjum vallarhelmingi United-manna.

10. Staðan er 1:0. Everton liggur til baka og leyfir Manchester United að vera með boltann. Þegar boltinn vinnst sækja þeir upp völlinn á ógnarhraða. Leikplan Martinez gengur vel í upphafi leiks.

7. Staðan er 1:0. Fellaini stelur boltanum af Gareth Barry á miðjum vallarhelmingi Everton. Hann kemst í gott skotfæri en skotið er yfir markið. Þarna mátti hann gera betur!

4. Staðan er 1:0. MARK! Everton komnir yfir! McCarthy skorar eftir vel útfærða skyndisókn. Manchester United var búið að stjórna leiknum og þetta var í fyrsta skipti sem Everton komst yfir miðju.

1. Staðan er 0:0. Leikurinn hafinn. Sólin skín og leikmenn eru í stuttermatreyjum.

mbl.is