Balotelli hrósar Sterling fyrir markið

Mario Balotelli.
Mario Balotelli. AFP

Mario Balotelli, leikmaður Liverpool, sýndi Raheem Sterling stuðning eftir að hann skoraði mark gegn Roma í fyrsta vináttuleiknum sínum fyrir félagið í morgun.

Balotelli og Sterling voru liðsfélagar hjá Liverpool í eitt tímabil en Sterling gekk til liðs við Manchester City, þar sem Balotelli lék frá 2010 til 2013, í síðustu viku á 49 milljónir punda og varð dýrasti Englendingur sögunnar.

Balotelli hrósar Sterling fyrir markið og hvetur stuðningsmenn Liverpool til að sýna Sterling stuðning. Hér má sjá færslur Mario Balotelli á twitter-síðunni sinni varðandi málið.

mbl.is