Ótrúlegur sprettur Markovic - myndskeið

Lazar Markovic í leik með Liverpool.
Lazar Markovic í leik með Liverpool. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefði líklega ekki átt að lána serbneska leikmanninn, Lazar Markovic, til Fenerbahce í Tyrklandi en leikmaðurinn er að gera flotta hluti með liðinu.

Markovic gekk til liðs við Liverpool frá Benfica á síðasta ári fyrir um það bil 20 milljónir punda en hann fékk fá tækifæri á sínu fyrsta tímabili og var lánaður til Fenerbahce í sumar sem mörgum þótti ansi furðulegt.

Leikmaðurinn er að byrja vel í tyrknesku deildinni en hann er búinn að fjóra leiki og leggja upp eitt mark. Hann hefur verið líflegur í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Hér fyrir neðan má sjá ótrúlegan sprett hans gegn Besiktas í kvöld.

mbl.is