Eva læknir fékk ekki að segja sögu sína

Eva Carneiro og José Mourinho.
Eva Carneiro og José Mourinho. AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var á dögunum sýknaður af ásökunum um að hafa brotið af sér þegar hann hellti sér yfir Evu Carneiro, fyrrum lækni liðsins, í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í haust. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar.

Nú hefur Eva sagt að hún hafi aldrei verið beðin um að bera vitni í málinu og segja frá sinni hlið, en Mourinho fékk yfir sig hafsjó af gagnrýni fyrir að hella sér yfir lækni sinn fyrir að hlúa að Eden Hazard því hann þurfti að fara af velli í kjölfarið.

Mourinho hefði getað fengið allt að fimm leikja bann hefði hann verið fundinn sekur um niðrandi, kynbundin orð í garð Evu, en hún fékk ekki að starfa á leikjum Chelsea eftir atvikið og ákvað svo á dögunum að yfirgefa félagið. Hún undirbýr nú eigin lögsókn gegn félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert