Þín verður sárt saknað

Jose Mourinho er hér ásamt Cesc Fabregas.
Jose Mourinho er hér ásamt Cesc Fabregas. AFP

Cesc Fabregas, miðjumaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, kvaddi Jose Mourinho, fyrrum stjóra liðsins, með mynd og skilaboðum á Twitter.

Mourinho fékk Fabregas frá Barcelona sumarið 2014 en hann var lykillinn að árangrinum í deildinni á síðustu leiktíð er Chelsea vann deildina.

Portúgalska þjálfaranum var sagt upp störfum í dag eftir slaka byrjun á þessari leiktíð en liðið tapaði níu af fyrstu sextán deildarleikjum tímabilsins.

Ensku götublöðin hafa rætt og ritað um stöðuna á andrúmsloftinu í búningsklefanum en talið er að margir leikmenn hafi viljað Mourinho burt - Fabregas var þó ekki einn þeirra.

„Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég á þér margt að þakka og við munum allir sakna þín. Gangi þér vel í framtíðinni,“ sagði Fabregas á Twitter.

mbl.is

Bloggað um fréttina