Klopp búinn að eignast óvin

Jürgen Klopp og Tony Pulis háðu létta rimmu á hliðarlínunni ...
Jürgen Klopp og Tony Pulis háðu létta rimmu á hliðarlínunni um síðustu helgi. AFP

Tony Pulis knattspyrnustjóri WBA skaut föstum skotum á Jürgen Klopp stjóra Liverpool á blaðamannafundi í dag.

Svaraði Pulis þar gagnrýni Klopp sem sagði WBA-liðið undir stjórn Pulis bara spila löngum boltum. Klopp tók ekki í hönd Pulis eftir leikinn um síðustu helgi en lokatölur urðu 2:2 eftir síðbúið jöfnunarmark Liverpool.

„Mér þykir það virkilega leiðinlegt og bið knattspyrnufélagið Liverpool afsökunar á að hafa spilað þremur löngum boltum meira en þeir gerðu, þetta tölfræði hef ég frá Sky Sports. Kannski hefði hann átt að taka eftir því," sagði Pulis á blaðamannafundi í dag.

Pulis sagði ennfremur að kannski hefði Klopp fundist það vandræðalegt að Liverpool-liðið hans með mörgum stórum nöfnum ekki ekki ráðið við WBA-liðið en heildarvirði leikmanna liðsins er metið á 20 milljónir samanborið við 200 milljónir Liverpool-liðsins.

„Ég þekki náungann (Klopp) ekki, ég vil ekki segja neitt annað [...]. Við eigum stóran leik fyrir höndum á morgun sem verður erfiðari en Liverpool-leikurinn," sagði Pulis en WBA leikur gegn Bournemouth á morgnun í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina