Leicester fær öflugan kantmann

Demarai Grey, nýr leikmaður Leicester City.
Demarai Grey, nýr leikmaður Leicester City. Heimasíða Leicester

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City keypti í dag enska kantmanninn, Demarai Grey, frá Birmingham City fyrir tæplega fjórar milljónir punda.

Grey, sem er 19 ára gamall, hefur leikið með öllum yngri landsliðum Englands, en hann er talinn vera með efnilegustu kantmönnum Englands.

Hann gerði í dag fjögurra og hálfs árs samning við Leicester en félagið eins og áður segir greiðir tæplega fjórar milljónir punda fyrir hann.

Þetta eru fyrstu kaup Claudio Ranieri, stjóra Leicester, í janúar en það má búast við því að hann styrki liðið enn frekar fyrir síðari hluta deildarinnar.

mbl.is