Cech ferðast með almúganum

Cech er jarðbundinn.
Cech er jarðbundinn. AFP

Tékkneski markvörðuinn Petr Cech er „maður fólksins.“ Þessi 33 ára gamli markvörður sem leikur með Arsenal hefur staðið sig frábærlega með toppliðinu á tímabilinu en virðist ekki láta velgengnina á vellinum stíga sér til höfuðs.

Flestir leikmenn sem leika í ensku úrvalsdeildinni ferðast um á rándýrum sportbílum en Cech ákvað síðastliðinn mánudag að ferðast með almúganum.

Cech sat þá hinn kátasti í lest á heimleið frá Arsenal-svæðinu.

Mynd af Tékkanum káta má sjá hér að neðan:

mbl.is