Kane í staðinn fyrir Ronaldo?

Harry Kane fagnar marki.
Harry Kane fagnar marki. AFP

Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid hefur beint sjónum sínum að Harry Kane, sóknarmanni Tottenham og enska landsliðsins, ef marka má frétt Daily Telegraph í dag.

Raddir um að Cristiano Ronaldo yfirgefi Real Madrid í sumar verða stöðugt háværari og enska blaðið fullyrðir að stjórnendur þar hafi augastað á Kane, sem hefur gert rækilega vart við sig með því að skora 35 mörk í 63 leikjum fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og þrjú mörk í fyrstu átta landsleikjum sínum.

Kane samdi á ný við Totteham í febrúar á síðasta ári, til hálfs sjötta árs, og er sagður vera með 45 þúsund pund í laun á viku.

Real Madrid hefur verið í góðum tengslum við Tottenham á undanförnum árum og keypt þaðan bæði Luka Modric og Gareth Bale.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert