Ljungberg aftur til Arsenal

Fredrik Ljungberg í búningi Arsenal.
Fredrik Ljungberg í búningi Arsenal. AFP

Sænski knattspyrnumaðurinn Freddie Ljungberg sem lék með Arsenal í níu ár, frá 1998 til 2007, er kominn aftur til félagsins.

Ljungberg, sem var í ósigrandi liðinu hjá Arsenal þegar það varð enskur meistari árið 2004, skoraði 71 mark í 317 leikjum fyrir félagið, og var geysilega vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.

Nú kemur hann til Arsenal sem þjálfari en hann mun stýra U15 ára liði félagsins.

Ljungberg lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum en hann spilaði síðast með Mumbai City á Indlandi. Eftir Arsenaldvölina lék hann með West Ham, bandarísku liðunum Seattle  Sounders og Chicago Fire, skoska liðinu Celtic og japanska liðinu Shimizu S-Pulse.

Ljungberg lék 75 landsleiki fyrir Svíþjóð, flesta þeirra undir stjórn Lars Lagerbacks og var um skeið fyrirliði, m.a. gegn Íslandi í undankeppni EM 2008. Hann lék  með sænska liðinu í lokakeppni fjögurra stórmóta frá 2002 til 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert