„Ég vil ekki fara til Arsenal“

Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund í Þýskalandi, hefur verið orðaður við brottför frá félaginu eftir frábæra frammistöðu sína á tímabilinu.

Þessi gabonski framherji sem var valinn leikmaður ársins í Afríku á dögunum hefur einna helst verið orðaður við Arsenal, en hann tók af allan vafa um það eftir því sem Daily Mirror greinir frá.

„Ég vil ekki fara til Arsenal. Mig langar ekki að fara frá Dortmund,“ sagði Aubameyang hniðmiðað. Hann hefur skorað átján mörk í sautján leikjum á tímabilinu.

mbl.is