Walcott er drengur góður (myndskeið)

Theo Walcott í leiknum í gær.
Theo Walcott í leiknum í gær. AFP

Theo Walcott, leikmaður Arsenal, er greinilega drengur góður eins og sýndi sig eftir að Arsenal komst áfram í fjórðu umferð enska FA-bikarsins í knattspyrnu í gær.

Leikurinn fór 3:1 fyrir Arsenal sem sló um leið Sunderland út úr bikarnum, en Sunderland hafði engu að síður komist yfir í leiknum á Emirates-vellinum.

Walcott tók til sín ungan stuðningsmann Arsenal sem var í höndum öryggisvarða á hliðarlínunni eftir leikinn, fór með honum inn á völl og fagnaði með honum sigrinum. Hann gaf stráknum einnig treyjuna sína sem vakti mikla lukku, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is