Leicester tapaði stigum gegn botnliðinu

Markaskorarinn Shinji Okazaki hjá Leicester fær flugferð í dag.
Markaskorarinn Shinji Okazaki hjá Leicester fær flugferð í dag. AFP

Spútniklið Leicester missti af tækifærinu til þess að ná þriggja stiga forusty í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sótti botnlið Aston Villa heim í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Shinji Okazaki kom Leicester yfir um miðjan fyrri hálfleik, en skömmu síðar fékk Leicester víti. Á punktinn fór Riyad Mahrez, en Mark Bunn í marki Aston Villa varði spyrnu hans. Staðan 1:0 í hálfleik.

Stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu heimamenn svo metin. Varamaðurinn Rudy Gestede vann þá boltann af varnarmönnum Leicester og skoraði framhjá Kasper Schmeichel í markinu. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu undir lokin að setja sigurmark en það tókst ekki, lokatölur 1:1 jafntefli.

Leicester skaust engu að síður á toppinn en er aðeins með stigi meira en Arsenal og Manchester City sem koma næst, en Arsenal á leik til góða gegn Stoke á morgun. Aston Villa er hins vegar enn á botninum, nú með tólf stig og er níu stigum frá öruggu sæti.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. Leik lokið.

89. Jamie Vardy í færi fyrir Leicester en þrumar yfir. Sigurmarkið virðist ekki ætla að detta.

76. Mark! Staðan er 1:1. Botnliðið jafnar metin. Það gerir Rudy Gestede eftir að hafa unnið boltann í kjörfar varnarmistaka og skot hans fór svo af Leicester-manni og í netið.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur.

33. Víti í súginn! Leicester fékk víti eftir að boltinn fór í höndina á Cissokho. Á punktinn fór Riyad Mahrez en Mark Bunn varði auðveldlega slaka spyrnu hans!

28. Mark! Staðan er 0:1. Leicester er komið yfir og það er Shinji Okazaki sem skorar eftir flott spil. Leicester er á leiðinni á toppinn með þessu áframhaldi.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Aston Villa: Bunn, Lescott, Cissokho, Bacuna, Okore, Westwood, Gueye, Gil, Veretout, Kozak, Ayew.

Leicester: Schmeichel; Simpson, Morgan, Huth, Fuchs; Drinkwater, Kanté, Mahrez, Albrighton; Okazaki, Vardy.

mbl.is