Fagnaði með stuðningsmönnunum - myndskeið

Phil Jones í leik með Manchester United.
Phil Jones í leik með Manchester United. AFP

Phil Jones, leikmaður Manchester United á Englandi, gat fagnað eftir 1:0 sigur liðsins á Liverpool í dag, en hann horfði á leikinn með stuðningsmönnum félagsins.

Það ráku margir upp stór augu þegar fólk sá Phil Jones með stuðningsmönnum Manchester United á Anfield í dag.

Jones hefur verið meiddur upp á síðkastið og sá því kjörið tækifæri í því að horfa á leikinn gegn Liverpool í dag með stuðningsmönnum félagsins. Það var svo vel við hæfi þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið að hann fagnaði með þeim.

Hægt er að sjá myndskeið af því hér fyrir neðan.

mbl.is