Loksins unnu Gylfi og félagar

Ashley Williams gat fagnað í kvöld.
Ashley Williams gat fagnað í kvöld. AFP

Swansea City sigraði Watford 1:0 í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld, en leikið var á Liberty-leikvanginum.

Leikurinn var afar bragðdaufur, eða svona fram að síðustu mínútum leiksins. Ashley Williams, varnarmaður velska liðsins, skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu með skalla, en það kom eftir fyrirgjöf frá Sung-Yueng Ki.

Jose Manuel Jurado var hættulegasti maður Watford framan af. Hann var eini maðurinn sem reyndi að ógna marki Swansea, en hann átti nokkur góð skot. Undir lok leiksins gátu bæði lið skorað en Baftimbi Gomis átti skot í stöng í uppbótartíma auk þess sem Troy Deeney var nálægt því að jafna stuttu síðar.

Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og lokatölur 1:0 Swansea í vil. Þetta var fyrsti sigur liðsins á árinu en Francesco Guidolin horfði á liðið vinna úr stúkunni. Guidolin var kynntur í dag hjá félaginu en hann stýrir því út leiktíðina ásamt Alan Curtis.

Swansea er komið úr fallsæti og í það 17. með 22 stig.

Leik lokið. Swansea fer með sigur af hólmi. Fyrsti sigur liðsins síðan 26. desember.

90. DEEEEENEY!! Þvílíkar lokamínútur. Hann tók hann á kassann í teignum og lét vaða, en boltinn sleikir stöngina og framhjá.

90. GOOOOOMIS Í STÖNG!!! Bafetimbi Gomis keyrði inn í teiginn og beið endalaust með skotið en lét vaða á endanum. Skotið hafnaði í stönginni, alveg grátlega nálægt því að klára leikinn þarna.

88. JURADO!!! Hann er eini maðurinn sem er að skapa sér eitthvað í þessu Watford liði. Skot hans úr teignum, en boltinn rétt framhjá. Swansea stálheppið þarna!

84. Williams heldur Ighalo í teignum. Hann má greinilega gera það sem honum sýnist, því þetta er kolólöglegt!

80. Watford fær aukaspyrnu vinstra megin við teiginn. Fáum við mark?

66. Jurado með öflugt skot fyrir Watford en það fer rétt framhjá markinu. Gestirnir grátlega nálægt jöfnunarmarki þarna!

58. Það er lítið að gerast í leiknum. Við leitum eftir öðru marki til þess að opna þetta aðeins.

46. Síðari hálfleikur kominn af stað.

Hálfleikur: Swansea 1:0 Watford

Þetta er fremur rólegur leikur. Ekki mikið um dauðafæri í leiknum fyrir utan auðvitað markið, en Watford er farið að sækja í sig veðrið. Gylfi búinn að vera ferskur.

39. Ighalo nálægt því að skapa sér gott færi þarna. Ki sendi slaka sendingu til baka sem Ighalo komst inn í, en Williams tókst að hreinsa áður en Ighalo náði skoti á markið.

27. MAAAAAAAARK! Swansea 1:0 Watford. Ashley Williams kemur knettinum í netið eftir sendingu frá Sung-Yueng Ki. Swansea fékk hornspyrnu sem lukkaðist ekki vel, en Williams beið í teignum eftir annarri fyrirgjöf frá Ki.

22. Troy Deeney gerði þarna vel á hægri vængnum. Vann boltann við endalínuna og kom honum fyrir en Ighalo nær ekki að stýra skallanum á markið.

11. Þetta byrjar nokkuð rólega. Gylfi búinn að vera ferskur og skapandi mikið, en oftar en ekki eru framherjarnir rangstæðir. Swansea líklegra til þess að skora en gestirnir.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu hjá Swansea í dag. Við fögnum því auðvitað.

0. Byrjunarliðin birtast hér fyrir neðan.

mbl.is