Getur gert það sama og Cantona

Petr Cech.
Petr Cech. AFP

Tékkneski markvörðurinn hjá Arsenal, Petr Cech, stefnir á að leika eftir afrek sem aðeins Frakkanum Eric Cantona hefur tekist að leika á Englandi.

Afrekið sem um ræðir felst í því að vinna enska meistaratitilinn tvö ár í röð með tveimur mismunandi félögum. Cantona vann meistaratitilinn með Leeds vorið 1992 og svo ári síðar með Manchester United.

Cech varð meistari með Chelsea síðasta vor og yfirgaf Lundúnafélagið eftir að José Mourinho valdi Belgann Thibaut Courtois fram yfir Cech sem fór til Arsenal í staðinn.

Nú er Arsenal í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig á toppi deildarinnar ásamt Leicester og að margra mati sigurstranglegt í kapphlaupinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert