Langtímasamningur hjá Arsenal

Nacho Monreal.
Nacho Monreal. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Nacho Monreal hefur skrifað undir nýjan samning við enska félagið Arsenal. Tímalengd er ekki gefin upp en á vef Arsenal segir að um langtímasamning sé að ræða.

Monreal er 29 ára gamall og kom til Arsenal frá Málaga árið 2013. Hann hefur átt fast sæti í liðinu sem vinstri bakvörður og leikið 83 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni.

Monreal á að baki 16 A-landsleiki fyrir Spán en hann er uppalinn hjá Osasuna og lék með félaginu til ársins 2011.

mbl.is