Villa áfram í bikarnum

Jordan Ayew í leik með Aston Villa á leiktíðinni.
Jordan Ayew í leik með Aston Villa á leiktíðinni. AFP

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Aston Villa, hafði betur gegn D-deildarliði Wycombe Wanderers í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld en lokatölur urðu 2:0.

Átta leikir fór fram í kvöld en öll þessi lið gerðu jafntefli í fyrri leik liðanna í þessari umferð.

Ciaran Clark kom Villa yfir þegar korter var eftir af leiknum og Idrissa Gana Gueye innsiglaði sigurinn á lokamínútunni.

Þá hafði WBA betur gegn Bristol City 1:0 en eina mark leiksins skoraði Jose Salomon Rondon á 52. mínútu.

Úrslit kvöldsins:

2:0 Aston Villa - Wycombe Wanderers
0:0 Bradford - Bury (vann í vítaspyrnukeppni)
0:1 Bristol City - WBA
3:0 Milton Keynes Dons - Northampton Town
2:1 Portsmouth - Ipswich Town
1:1 Yeovil Town - Carlisle United (vann í vítaspyrnukeppni)
3:2 Bolton - Eastleigh
5:2 Reading - Huddersfield Town

Eastleigh féll síðast utandeildaliða úr keppninni, eftir hetjulega baráttu og tvo hörkuleiki við B-deildarlið Bolton.

mbl.is