Tottenham áfram í fjórðu umferð

Tottenham Hotspur tryggði sér sætí í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar með sigri gegn Leicester City á King Power Stadium, heimavelli Leicester, í kvöld. 

Lokatölur í leiknum urðu 2:0 Tottenham í vil, en það voru Heung-Min Son og Nacer Chadli skoruðu mörk Tottenham í leiknum. 

Tottenham mætir Colchester á útivelli í fjórðu umferð keppninnar. 

90. Leik lokið með 2:0 sigri Tottenham.

65. MARK. Leicester - Tottenham 0:2. Nacer Chadli tvöfaldar forystuna fyrir Tottenham eftir snotra stoðsendingu frá markaskoraranum Heung-Min Son.

53. Gray, leikmaður Leicester, með gott skot sem Vorm, markvörður Tottenham, gerir virkilega vel í að verja. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn á King Power Stadium. 

45. Hálfleikur á King Power Stadium. 

40. MARK. Leicester - Tottenham 0:1. Heung-Min Son kemur Tottenham yfir með föstu og hnitmiðuðu skoti í nærhornið. 

28. Inler, leikmaður Leicester, með skot úr aukaspyrnu sem Vorm, markvörður Tottenham ver nokkuð auðveldlega. 

14. Eriksen, leikmaður Tottenham, með skot í ágætis færi sem fer framhjá. 

6. Bentaleb, leikmaður Tottenham, missir boltann á hættulegum stað. Drinkwater, leikmaður Leicester, nær hins vegar ekki að færa sér mistökin í nyt og boltinn enda í höndunum á Vorm, markverði Tottenham. 

1. Leikurinn er hafinn á King Power Stadium. 

0. Sigurvegari úr leik liðanna í kvöld mætir Colchester á Weston Homes Community Stadium, heimavelli Colchester í fjórðu umferð keppninnar. 

0. Liðin þurfa að mætast á nýjan leik þar sem liðin gerðu 2:2 jafntefli á White Hart Lane, heimavelli Tottenham sunnudaginn 10. janúar. 

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, De Laet, Wasilewski, Benalouane, Chilwell, Dyer, King, Inler, Drinkwater, Gray, Ulloa.

Byrjunarlið Tottenham: Vorm, Walker, Dier, Wimmer, Davies, Carroll, Bentaleb, Lamela, Eriksen, Chadli, Son. 

mbl.is