„Vil ekki vera þjálfaður af Van Gaal“

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. AFP

Usain Bolt fótfráasti maður heims hefur lengi átt þann draum að spila með Manchester United en nú er sá draumur kominn í biðstöðu.

Ástæðan er Louis van Gaal knattspyrnustjóri United en margir stuðningsmenn félagsins hafa gagnrýnt Hollendinginn við leiðinlega spilamennsku United-liðsins.

Bolt var spurður af fréttamanni þegar hann tók á móti viðurkenningu sinni sem íþróttmaður ársins í Jamaíka hvort hann gæti hugsað sér að æfa með Manchester United.

„Nú þegar ég sé hvernig Van Gaal er þá hef ég engan áhuga á að vera þjálfaður af honum svo ég held að ég verði að fresta því þar til Manchester United fær nýr nýjan þjálfara,“ sagði Bolt sem hefur verið dyggur stuðningsmaður Manchester United í gegnum árin.

mbl.is