West Ham þéttir raðirnar

Sam Byram er nýjasti leikmaður West Ham.
Sam Byram er nýjasti leikmaður West Ham. Ljósmynd / heimasíða West Ham

West Ham sem situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu tilkynnti rétt í þessu að félagið hafi tryggt sér þjónustu enska bakvarðarins Sam Byram sem kemur til félagsins frá Leeds United. 

„Ég er ofboðslega stoltur og ánægður með að vera að ganga til liðs jafn stórt félag og West Ham er. Ég er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum með nýju félagi og vona að ég geti gert góða hluti með félaginu,“ sagði Byram í samtali við vefsíðu West Ham eftir að félagaskiptin voru staðfest.

„Það hefur verið draumur minn frá æsku að leika í ensku úrvalsdeildinni og ég mun leggja hart að mér til þess að fá tækifæri með liðinu,“ sagði Byram enn fremur.

Byram sem gerði fjögurra ára samning við West Ham er ávöxtur unglingastarfs Leeds United. Byram braut sér leið inn í aðallið Leeds United og lék 143 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim leikjum 10 mörk.  

mbl.is