Chelsea reynir að klófesta Stones

John Stones virðist vera á leið frá Everton til Chelsea.
John Stones virðist vera á leið frá Everton til Chelsea. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea undirbýr nú 50 milljón punda tilboð í enska varnarmanninn John Stones sem er á mála hjá Everton, en Talksport greinir frá þessu.

Chelsea hefur elt Stones síðasta árið en Jose Mourinho reyndi ítrekað að fá hann frá Everton síðasta sumar.

Roberto Martinez, stjóri Everton, hafnaði öllum tilboðum Chelsea og sagði leikmanninn ekki til sölu en það gæti þó orðið breyting á.

Chelsea undirbýr nú tilboð upp á 50 milljónir punda en ljóst er að Everton gæti átt ansi erfitt með að hafna því. 

Stones myndi þó ekki koma fyrr en sumarglugginn myndi opnast, en ensku meistararnir leita ólmir að einhverjum til að fylla skarð John Terry.

mbl.is