Fundaði Guardiola með United?

Pep Guardiola
Pep Guardiola AFP

Hið virta tímarit France Football heldur því fram að fulltrúar frá Manchester United hafi fundað með knattspyrnustjóranum spænska Pep Guardiola í París í síðustu viku. 

Samkvæmt tímaritinu fór fundurinn fram í þeim tilgangi að ræða möguleikana á því að Guardiola myndi taka við stjórn United næsta sumar þegar hann segir skilið við Bayern Munchen.

BBC segir Manchester United fullyrða að fréttin sé röng en United er eitt þeirra liða sem orðað er við Guardiola. Lengi hefur þó þótt líklegast að Guardiola muni taka við Manchester City. 

mbl.is