„Yaya verður að einbeita sér að City“

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Yaya Touré hjá Manchester …
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Yaya Touré hjá Manchester City. AFP

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, segir að Yaya Toure, miðjumaður liðsins, þurfi að hætta að spá í orðrómum um sig og fara að einbeita sér að því að spila með liðinu.

Toure hefur undanfarnar vikur lýst yfir því að hann sé opinn fyrir því að yfirgefa City og róa þar með á önnur mið.

Pellegrini er ekki sáttur með að Toure sé að tala um framtíð sína í janúar og leggur til að hann einbeiti sér að því að spila með liðinu.

„Það mikilvægasta fyrir núna er að einbeita sér að næsta leik. Það getur ýmislegt gerst í sumar en núna ætti hann að hugsa um að vinna leiki og titla með City,“ sagði Pellegrini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert