Óskar eftir að taka við United

Jose Mourinho vill taka við Manchester United.
Jose Mourinho vill taka við Manchester United. AFP

Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea á Englandi, hefur óskað eftir því að taka við Manchester United, en Independent greinir frá þessu í dag.

Mourinho var látinn taka poka sinn hjá Chelsea fyrir áramót en hann vill komast aftur að í ensku úrvalsdeildinni.

Independent greinir frá því að Mourinho hafi nú þegar sent Manchester United sex blaðsíðna bréf þar sem hann óskar eftir því að taka við félaginu. Í bréfinu er hann með hugmyndir hvernig hann getur breytt gengi liðsins.

Manchester United tapaði fyrir Southampton í dag þar sem Charlie Austin skoraði sigurmarkið undir lok leiksins en enska félagið er að missa þolinmæðina á hollenska stjóranum. Talið er að United vilji breyta til og er því Mourinho vænlegasti kosturinn í stöðunni.

United er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

mbl.is