Pato að koma til Chelsea

Alexandre Pato.
Alexandre Pato. AFP

Brasilíski sóknarmaðurinn Alexandre Pato er á leið til Englandsmeistara Chelsea á sex mánaða lánssamningi frá Corinthians að því er vefur Mirror greinir frá.

Brasilíska liðið er sagt hafa samþykkt að lána leikmanninn og muni Chelsea greiða leikmanninum launin sem áætlað er að verði 30 þúsund pund á viku. Pato er sagður koma til Lundúna á morgun til að ganga frá samningi sínum.

Pato er 26 ára gamall sem lék með AC Milan frá 2007 til 2012. Hann gekk í raðir Corinthians árið 2013 en hefur leikið sem lánsmaður með Sao Paulo.

mbl.is