Liverpool úr leik í bikarnum

West Ham tryggði sér þátttökurétt í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla með dramatískum 2:1 sigri gegn Liverpool í framlengdum leik á Boleyn Ground, heimavelli West Ham, í kvöld. 

Michail Antonio batt endahnútinn á fjörugan fyrri hálfleik þegar hann kom West Ham yfir með laglegu marki eftir fyrirgjöf frá Enner Valencia.

Philippe Coutinho jafnaði svo metin fyrir Liverpool með marki beint úr aukaspyrnu. Þar við sat og framlengja þurfti leikinn. 

Það var svo Angelo Obinze Ogbonna sem reyndist hetja West Ham, en hann tryggði liðinu sigurinn með marki með skalla á lokamínútu venjulegs leiktíma í framlengingunni. 

West Ham mun þar af leiðandi mæta Blackburn Rovers í fimmtu umferð keppninnar.

120. Leik lokið með 2:1 sigri West Ham. 

120. MARK. West Ham - Liverpool 2:1. Angelo Obinze Ogbonna skorar og kemur West Ham yfir á nýjan leik og er líklega að tryggja West Ham sæti í fimmtu umferð keppninnar. 

118. Daniel Sturridge, leikmaður Liverpool, í góðu færi, en James Collins, varnarmaður West Ham, kemst fyrir skot hans.  

114. Enner Valencia, leikmaður West Ham, liggur eftir á vellinum og virkar þjáður. Valencia ætlar hins vegar að harka af sér og klára leikinn.  

109. Origi, leikmaður Liverpool, með skot framhjá í fínu færi. 

106. Seinni hálfleikur framlengingarinnar er hafinn. 

105. Hálfleikur í framlengingunni. 

101. Skipting hjá Liverpool Pedro Chirivella fer af velli og James Milner kemur inná. 

99. Benteke, leikmaður Liverpool, aftur í eldlínunni, en hann brennir af í dauðafæri. 

98. Benteke, leikmaður Liverpool, skýtur rétt framhjá í upplögðu marktækifæri. 

91. Fyrri hálfeikur framlengingarinnar er hafinn. 

90. Framlengt. 

90. Átta mínútum bætt við venjulegan leiktíma. Verði þetta úrslitin verður framlengt. 

75. Skipting hjá West Ham. Joey O'Brien fer af velli og Victor Moses kemur inná. 

64. Skipting hjá West Ham. Winston Reid fer af velli og James Collins kemur inná. 

59. Tvöföld skipting hjá Liverpool. Teixeira og Coutinho fara af velli og Origi og Sturridge koma inná. 

55. Benteke nálægt því að koma Liverpool yfir en varnarmenn West Ham komast fyrir skot hans af stuttu færi. 

48. MARK. West Ham - Liverpool 1:1. Philippe Coutinho jafnar metin fyrir Liverpool með skoti beint úr aukaspyrnu sem fer undir varnarvegg West Ham. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Boleyn Ground. 

45. Hálfleikur á Boleyn Ground. Eftir rólega byrjun færðist heldur betur fjör í leikinn og West Ham komst yfir rétt fyrir hálfleik.

44. MARK. West Ham - Liverpool 1:0. Michail Antonio kemur West Ham yfir með snyrtilegri afgreiðslu eftir fyrirgjöf frá Enner Valencia.

37. West Ham fær aukaspyrnu á hættulegu stað og Dimitri Payet skýtur boltanum í stöngina. 

35. Benteke, leikmaður Liverpool, með skalla sem Randolph ver vel.  

34. Coutinho, leikmaður Liverpool, með skot í stöngina eftir frábæran undirbúning hjá Benteke. 

29. Teixieira, leikmaður Liverpool, með skot hárfínt framhjá.  

15. O'Brien, leikmaður West Ham, með skot sem hefur viðkomu í Leiva áður en boltinn smellur í stöngina. 

14. Benteke fær fínt færi eftir hornspyrnu Coutinho, en Randolph, markvörður West Ham ver vel.   

6. Leikurinn fer rólega af stað og hvorugt liðið hefur náð undirtökunum í leiknum. 

1. Leikurinn er hafinn á Boleyn Ground. 

0. Philippe Coutinho kemur inn í byrjunarlið Liverpool og Divock Origi er á meðal varamanna liðsins, en báðir hafa þeir glímt við meiðsli undanfarið. 

0. Liðið sem ber sigur úr býtum í kvöld mætir Blackburn Rovers í fimmtu umferð keppninnar. 

0. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield, heimavelli Liverpool, í fyrri leik liðanna. Leikið verður til þrautar í kvöld.

Byrjunarlið West Ham: Randolph, O'Brien, Reid, Ogbonna, Cresswell, Noble, Obiang, Antonio, Kouyate, Payet, Valencia.

Byrjunarlið  Liverpool: Mignolet, Flanagan, Lucas, Ilori, Smith, Stewart, Chirivella, Teixeira, Coutinho, Ibe, Benteke.

mbl.is