De Gea tæpur fyrir bikarleikinn

David de Gea.
David de Gea. AFP

David De Gea markvörður Manchester United er tæpur fyrir bikarleikinn á móti C-deildarliði Shrewsbury en liðin eigast við í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á mánudaginn.

De Gea meiddist í upphitun fyrir leikinn á móti danska meistaraliðinu Midjylland í gærkvöld og stóð Sergio Romero vaktina og bjargaði United frá stærra tapi.

De Gea meiddist á hné en United menn gera sér góðir vonir um að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir leikinn á móti Arsenal á Old Trafford þann 28. þessa mánaðar.

mbl.is