Agüero búinn að ákveða sig

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. AFP

Argentínski framherjinn Sergio Agüero segist munu yfirgefa Manchester City eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018.

„Á síðustu mánuðum hefur margt verið sagt um nýjan samning en það er alveg á hreinu hvað mig varðar að þegar samningur minn við Manchester City endar eftir heimsmeistaramótið þá fer ég til Independiente,“ sagði Agüero við argentínska útvarpsstöð en hann gerði fimm ára samning við Manchester City í ágúst 2014.

Agüero, sem er 27 ára gamall, hefur leikið með City frá árinu 2011 og skorað 94 mörk í 141 deildarleik með liðinu.

mbl.is