Butland missir af EM

Butland borinn af velli í gærkvöld.
Butland borinn af velli í gærkvöld. AFP

Jack Butland markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Stoke City og einn af markvörðum enska landsliðsins verður frá keppni næstu þrjá mánuðina í það minnsta vegna meiðslanna sem hann hlaut í leik Englendinga og Þjóðverja í Berlín í gærkvöld.

Butland fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og nú hefur komið í ljós að hann braut bein í ökklanum og þar með er ljóst að hann missir af Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Butland, sem er 23 ára gamall, hefur leikið sérlega vel með Stoke á leiktíðinni en hann spilaði sinn fjórða leik með enska landsliðinu í gær.

mbl.is