Tístið þagnaði, tístaranum skipt inn á

Harrison Allen þurfti að sleppa símanum þegar honum var skipt …
Harrison Allen þurfti að sleppa símanum þegar honum var skipt inn á. mbl.is/Eggert

Harrison Allen hljóp í skarðið fyrir þann sem sér að öllu jöfnu um tíst aðgang hjá enska utandeildarliðinu Sleaford Town þegar liðið mætti Boston á mánudag. Allen hætti að tísta í miðjum leik en hann þurfti að sinna öðru verkefni.

Allen hafði verið duglegur að greina frá gangi leiksins en kom sjálfur inn á sem varamaður á 70. mínútu og þá þögnuðu tístin hjá Sleaford Town. Allen baðst afsökunar eftir leikinn, þar sem hann útskýrði fjarveru sína:

„Við biðjumst afsökunar á tístleysingu. Ég kom inn á sem varamaður fyrir Millard. Auk þess kom Anderson inn á fyrir Millington og Hollingsworth fyrir Wright.“

„Maðurinn sem sér um tíst aðgang okkar venjulega, Jamie Shaw, var fjarverandi vegna vinnu sinnar. Ég var spurður hvort ég gæti séð um þetta í leiknum á mánudag,“ sagði hinn 18 ára gamli Allen í viðtali við BBC.

„Við vorum bara þrír á varamannabekknum. Ég ætlaði að láta einhvern annan fá símann til að halda áfram að tísta en allt gerðist svo hratt,“ bætti Allen við.

Staðan í leiknum var 3:1 fyrir Sleaford þegar Allen kom inn á en lokatölur urðu 3:3. „Eftir leikinn ákvað ég að útskýra fyrir fólki hvers vegna ég hafði hætt að tísta. Einhverjum fannst þetta fyndið og það er gott að félagið fái einhverja athygli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert