Giggs ekki nógu þægur fyrir Mourinho?

Ryan Giggs á góðri stundu á varamannabekk Manchester United í …
Ryan Giggs á góðri stundu á varamannabekk Manchester United í úrslitaleik ensku bikarsins í knattspyrnu karla. AFP

Breskir fjölmiðlar gera að því skóna í dag að ástæða þess að José Mourinho hafi ekki áhuga á að hafa Ryan Giggs sem hægri hönd sína hjá Manchester United sé sú að Mourinho óttist að þeir verði ekki sammála um stefnu og hugmyndafræði félagsins.

Giggs var aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá Manchester United síðastliðin tvö tímabil en framtíð hans hjá félaginu er óráðin. Talið er að Giggs vilji vera við stjórnvölinn hjá félagi og þá telja breskir fjölmiðlar að Mourinho hafi ekki áhuga á aðstoð Giggs af fyrrgreindum ástæðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert